Sundið 2012

Árið 2012 (25.ágúst) syntu þeir Kristinn Magnússon, Árni Þór Árnason, Hálfdán Örnólfsson og Benedikt Hjartarson þvert yfir Þingvallavatn. Lagt var af stað frá Mjóanesi og tóku sundmenn land við Riðvík 5 km síðar. Sundið gekk að óskum, þótt nokkuð þung alda hafi komið á hlið sundmanna megnið af leiðinni. Vatnið mældist um 11,5 gráður. Hálfdán Örnólfsson kom fyrstur að Riðrvík á tímanum 1 tíma og 40 mínútur, en svo komu…

Read More

Framkvæmd sundsins

Þátttökuréttur Til að öðlast þátttökurétt til Þingvallasunds þarf fyrst að skrá sig (sjá Skráning) og greiða staðfestingargjald. Einnig þarf umsækjandi að sýna að hann geti synt 3,5 km. á skemmri tíma en 70 mínútum án vandkvæða undir eftirliti í vatni eða sjó. Athugið að hitastig vatnsins er í kringum 10°. Þingvallasundsdagurinn Forsenda þess að sundið sé haldið er að vindur sé undir 5 m/sek. Mæting er í Mjóanesodda þaðan sem…

Read More

Sundstaður og veður

Upphaf og endir: Byrjun úr Mjóanesodda í Bláskógabyggð. Endir er sandströnd milli Riðvíkur- og Markatanga í Grímsnes- og Grafningshreppi. Veðurfar Þingvellir – Sjálfvirkar veðurathuganir Þingvellir – Veðurhorfur næstu daga. Vatnshiti Um 10 gráður í júlí (Landsvirkjun) Meðalvindhraði. 3,3 m/s í júlí 1996-2009 (Veðurstofa Íslands) Vindrós fyrir júlí, 1996-2009

Read More

Saga sundsins

Grunnhugmyndin að sundi yfir Þingvallavatn kviknaði hjá Fylki Sævarsyni sumarið 2000. Hann framkvæmdi hugmyndina árið eftir, þegar hann synti frá Mjóanesodda í Bláskógabyggð og yfir á sandströndina, milli Riðvíkur og Markartanga í Grímsnes og Grafningshreppi. Fylkir á sundi í Þingvallavatni. Sumarið 2002 synti Kristinn Magnússon, æskufélagi Fylkis úr Sundfélagi Hafnafjarðar einnig þvert yfir vatnið, en Kristinn synti frá sandströndinni og endaði í Mjóanesodda, öfuga leið miðað við sund Fylkis. Kristinn…

Read More

Sundið 2001

Árið 2001 (5. ágúst) synti Fylkir Þ. Sævarsson fyrstur manna þvert yfir Þingvallavatn. Á sjálfan sunddaginn fékk ég ómælda aðstoð við undirbúning frá Kristni Magnússyni og konu hans. Sjálfur gleymdi ég að setja á mig sundskýlu áður en ég hélt á staðinn, því þurfti ég að byrja á því að finna einhvern stað til að afklæðast svo hægt væri að komast í skýluna. Nokkur fjöldi fólks var kominn til að…

Read More

Sundið 2002

Árið 2002 (7. ágúst) synti Kristinn Magnússon annar manna þvert yfir Þingvallavatn. Þingvallasundið var lokaundirbúningur fyrir Vestmannaeyjasund sumarið 2002, en þá synti ég Engeyjarsund, Viðeyjarsund, yfir Hvalfjörð, Drangeyjarsund og Þingvallasund en varð að bíða með Vestmannseyjasundið til 2003 vegna óhagstæðra veðurfarsskilyrða. Þingvallasundið byrjaði ég Nesjavallamegin ólíkt Fylki til að vera fyrstur til að synda norður yfir vatnið. Sundið gekk vel til að byrja með þar til ég var hálfnaður. Þá…

Read More

Samstarfsaðilar

Orkuveita Reykjavíkur Landeigendur Mjóanes og ábúendur. Landeigandi Riðvíkur og Markartanga, Orkuveita Reykjavíkur. Sundsamband Íslands Sundsamband Íslands viðurkennir Þingvallasund, heldur utan um árangur og gefur út viðurkenningar til einstaklinga að sundi loknu. Á viðurkenningarskjali skal tilgreina sundleið, tíma sundsins og útbúnað sundmanns. Ef sundmaður hefur synt án smurningar og eingöngu í leyfilegum sundfatnaði samkvæmt reglum FINA, skal geta þess á viðurkenningarskjali, enda kemur slíkt fram á yfirlýsingu viðkomandi. SSÍ varðveitir skrá…

Read More