Framkvæmd sundsins

Þátttökuréttur

Til að öðlast þátttökurétt til Þingvallasunds þarf fyrst að skrá sig (sjá Skráning) og greiða staðfestingargjald. Einnig þarf umsækjandi að sýna að hann geti synt 3,5 km. á skemmri tíma en 70 mínútum án vandkvæða undir eftirliti í vatni eða sjó.

Athugið að hitastig vatnsins er í kringum 10°.

Þingvallasundsdagurinn

Forsenda þess að sundið sé haldið er að vindur sé undir 5 m/sek.

Mæting er í Mjóanesodda þaðan sem sundið er ræst. Fylgdarlið sundmanna staðsetur sig í markinu og fer ekki um borð í fylgdarbáta. Mælst er gegn umferð annarra báta í námunda við sundmenn meðan á sundi stendur.

Öryggisgæsla og vettvangsstjórn er í höndum Landsbjargar, undir stjórn Björgunarsveitarinnar Bjargar á Eyrarbakka.

Við ræsingu eru slöngubátar til stuðnings ofan í vatni vegna slysahættu af sleipu grjóti á botni.

Sundmaður verður að vera á þurru landi áður en hann byrjar sund sitt. Sundið hefst með hljóðmerki. Þá skal eftirlitsmaður hefja tímatöku. Sundi er lokið þegar sundmaður er kominn allur upp úr vatni, en þá lýkur tímatöku.

Ljósmerki eru við endamark sem aðstoða sundmenn að halda réttri stefnu. (Í samráði við björgunarsveit)

Björgunarbátar fylgja sundmönnum undan straumi frá ræsingu í mark.

Ekki má snerta fylgdarbát meðan á sundi stendur. Ef sundmaður kemst ekki að landi, skal hann velta sér yfir á bakið og lyfta hendi ef hann getur og bíða eftir aðstoð.

Næringargjöf til sundmanna er leyfð í samráði við björgunarsveit. Næringu er kastað framfyrir sundmann sem síðan kastar flösku til baka að lokinni næringarinntöku. Mælt er með því að sundmaður gæti þess að næra sig vel fyrir sundið og rétt áður en hann leggst til sunds.

Eftir að tímatöku lýkur, er öll aðstoð leyfileg og ekki slæmt að virkja sitt fólk til að vera með allan búnað tilbúinn til að þurrka sér og klæða. Ekki gleyma heitum drykk.

Ekki má gleyma að njóta sundsins og upplifunarinnar.

Reglur sundsins

  • Þátttaka í Þingvallasundi er alfarið á eigin ábyrgð hvað varðar jafnt slysahættu, áhættu á meiðslum eða eignatjóni.
  • Sundmenn gera sér grein fyrir áhættum sem fylgja sundi í opnu vatni.
  • Sundmaður skal hafa náð 18 ára aldri þegar sund fer fram.
  • Ekki má snerta fylgdarbát meðan á sundi stendur.

Sundmanni er heimilt að nota:

  • Eitt lag af öllum óhitaeinangrandi sundfatnaði samkvæmt reglum FINA.
  • Eina sundhettu úr óhitaeinangrandi efni.
  • Ein sundgleraugu, glær eða ljóslituð.
  • Allar gerðir smurningar eru bannaðar.
  • Allur aukabúnaður sem getur aukið hraða, kuldaþol og flot er bannaður.
  • Reglur SSÍ, ÍSÍ og WADA um lyfjanotkun eiga við um Þingvallasund.