2001 Þingvallasund

Þann 5. ágúst, 2001, synti Fylkir Þ. Sævarsson fyrstur manna þvert yfir Þingvallavatn.

„Á sjálfan sunddaginn fékk ég ómælda aðstoð við undirbúning frá Kristni Magnússyni og konu hans. Sjálfur gleymdi ég að setja á mig sundskýlu áður en ég hélt á staðinn, því þurfti ég að byrja á því að finna einhvern stað til að afklæðast svo hægt væri að komast í skýluna. Nokkur fjöldi fólks var kominn til að fylgjast með, enda var ég búinn að vera í viðtölum fyrr um daginn, þar sem fjölmiðlar sýndu sundinu mikinn áhuga. Björgunarsveitin var mætt á staðinn og því var ekkert að vanbúnaði. Veðrið var hið besta og engar öldur að ergja sig á.

Þar sem ég hafði ávallt synt meðfram ströndinni af öryggisástæðum kveið ég svolítið fyrir því að synda út á sjálft vatnið. Átti ég von á að kuldastraum legði upp af gjánum á botni vatnins. Eftir því sem dýpið jókst og ég synti lengra frá landi fóru aðstæður að minna meira á það sem maður þekkir frá sundi í sjó. Hyldýpi að stara niður í útí ca. miðju vatninu varð aftur grunnt en það varaði ekki lengi svo tók hyldýpið við að nýju. En kuldastrauminn varð ég aldrei var við. Eftir ríflega 2ja tíma sund gekk ég svo land á sandströnd milli Riðvíkur- og Markatanga. Nokkur fjöldi fólks tók á móti mér, auk fjölmiðla.

Undirbúningurinn hafði skilað sér að fullu og kuldaskjálfta eftir sundið varð ég aldrei var við. Fram til þessa hafði máltækið sagt að “allt það sem færi niður í Þingvallavatn, kæmi ekki uppúr því aftur” nú var þessi staðhæfng að engu orðin. Það eitt og sér breytti miklu fyrir mig.“

Hér fyrir neðan má sjá greinar sem birtust um þetta sund.

Ætlar að synda þvert yfir Þingvallavatn / mbl.is – 5.8.2001.

Fylkir Þ. Sævarsson synti þvert yfir Þingvallavatn / mbl.is – 5.8.2001.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri greinar tengt sjósundum Fylkis.

„Við dugum í þetta“ segir Viðeyjarsundkappi / mbl.is – 11.7.1999.

Viðeyjarsundi lokið / mbl.is – 11.7.1999

Fóru létt með Viðeyjarsund / mbl.is – 13.7.1999

Sundkappar í Fossvogi / mbl.is – 23.7.2000

Ætla að synda saman Viðeyjarsund um helgina / mbl.is – 25.7.2000

Syntu frá Viðey til Reykjavíkur / mbl.is – 1.8.2000