Samstarfsaðilar

Orkuveita Reykjavíkur

Landeigendur Mjóanes og ábúendur. Landeigandi Riðvíkur og Markartanga, Orkuveita Reykjavíkur.

Sundsamband Íslands

Sundsamband Íslands viðurkennir Þingvallasund, heldur utan um árangur og gefur út viðurkenningar til einstaklinga að sundi loknu. Á viðurkenningarskjali skal tilgreina sundleið, tíma sundsins og útbúnað sundmanns. Ef sundmaður hefur synt án smurningar og eingöngu í leyfilegum sundfatnaði samkvæmt reglum FINA, skal geta þess á viðurkenningarskjali, enda kemur slíkt fram á yfirlýsingu viðkomandi. SSÍ varðveitir skrá yfir þá sem hljóta viðurkenningar. Þingvallasund vinnur eftir reglugerð SSÍ um víðavatnssund.

Slysavarnafélagið Landsbjörg

Umfangsmikil öryggisgæsla og vettvangsstjórn er í höndum Slysavarnafélags Landsbjargar, undir stjórn Björgunarsveitarinnar Bjargar á Eyrarbakka sem mun útvega 8 slöngubáta með 3ja manna áhöfn í hverum bát. Björgunarsveitabíll verður tilbúinn sem sjúkrabíll með sjúkraflutningamanni, björgunarsveitarmanni og bílstjóra.

Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka

Umfangsmikil öryggisgæsla og vettvangsstjórn er undir stjórn Björgunarsveitarinnar Björg á Eyrarbakka.

Þingvellir þjóðgarður

Þingvellir þjóðgarður hefur veitt leyfi til afnota af heimasíðu.