2002 Þingvallasund.

Þann 7. ágúst, 2002 synti Kristinn Magnússon annar manna þvert yfir Þingvallavatn.

„Þingvallasundið var lokaundirbúningur fyrir Vestmannaeyjasund sumarið 2002, en þá synti ég Engeyjarsund, Viðeyjarsund, yfir Hvalfjörð, Drangeyjarsund og Þingvallasund en varð að bíða með Vestmannseyjasundið til 2003 vegna óhagstæðra veðurfarsskilyrða.

Þingvallasundið byrjaði ég Nesjavallamegin ólíkt Fylki til að vera fyrstur til að synda norður yfir vatnið. Sundið gekk vel til að byrja með þar til ég var hálfnaður. Þá kom ég í mikinn straum á móti mér úr djúpinu sem tók mikið á að komast yfir, eftir það fór vindur að aukast og öldugangur sem náði að velta mér nokkrum sinnum. En að lokum náði ég landi á Mjóanesodda.

Þingvallasundið er erfiðasta og skemmtilegasta sund sem ég hef synt í tæru og bragðgóðu vatni. Sundið er upplifun sem gleymist seint.

Ég vil þakka Hrafnkeli Marinóssyni og Björgunarsveit Hafnarfjarðar fyrir aðstoðina við sundið.“

Hér fyrir neðan má sjá greinar sem birtust um þetta sund.

Kuldi er hugarástand / mbl.is – 11.8.2002

Hér fyrir neðan má sjá fleiri greinar tengt sjósundum Kristins.

Þreytir Viðeyjarsund / mbl.is – 4.7.1998

„Náttúruöflin léku sér að manni“ / mbl.is – 7.7.1998

Setti hraðamet í Grettissundi / mbl.is – 6.8.1998

„Við dugum í þetta“ segir Viðeyjarsundkappi / mbl.is – 11.7.1999

Viðeyjarsundi lokið / mbl.is – 11.7.1999

Fóru létt með Viðeyjarsund / mbl.is – 13. júlí, 1999

Sundkappar í Fossvogi / mbl.is – 23.7.2000

Ætla að synda saman Viðeyjarsund um helgina / mbl.is – 25.7.2000

Syntu frá Viðey til Reykjavíkur / mbl.is – 1.8.2000

Engeyjarsund fyrsta sjósundið af sjö / mbl.is – 27.6.2000

Þreytti Viðeyjarsund í þriðja sinn / mbl.is – 17.7.2002

Þreytti Drangeyjarsund öðru sinni / mbl.is – 23.7.2002

Synti milli lands og Eyja á fjórum klukkutímum / mbl.is – 2.9.2003